Viðskipti innlent

Geir Haarde leitaði til Rússa um lán í byrjun ágúst

Samkvæmt frásögn í Fortune, sem birt er á vefsíðu CNNMoney.com, leitaði Geir Haarde til Rússa um lán í byrjun ágúst. Aðstoðarmaður Geirs fór þá til viðræðna við rússneska sendiherrann. Skilaboðin voru einföld: Bjargið okkur.

Fortune segir að Victor Tatarntsev sendiherra Rússlands á Íslandi sé gamall pólitískur refur með góð tengsl við Vladimir Putin forsætisráðherra landsins. Victor hafi strax séð möguleika í stöðunni og því tekið vel í málleitan Íslendinga.

Beiðnin um lánið frá Rússum komst í hámæli í október þegar Davíð Oddsson seðlabankastjóri tilkynnti að það væri í húsi án þess að það reyndist rétt og eftirleikurinn er kunnur.

Í greininni í Fortune er fjallað ítarlega um hrun Íslands en fyrirsögnin er "Ísland: Landið sem breyttist í vogunarsjóð". Þar segir meðal annars að leitin að sökudólgunum fyrir því hvernig fór sé rétt að hefjast.

"En það liggur ljóst fyrir að örlög Íslands urðu vegna gallaðrar efnahags- og peningamálastefnu, klúðurs við að stjórna björgunaraðgerðum og alvarlegu niðurbroti á alþjóðlegri samvinnu," segir í Fortune.

"Íslenskir viðskiptamenn og stjórnmálamenn bera stóran hluta af ábyrgðinni á því hvernig fór þótt þeir leiki nú hlutverk fórnarlamba."







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×