Innlent

Kortanotkun 30 efnamanna verður skoðuð

Eftir viðamikla rannsókn Ríkisskattstjóra á kortanotkun efnamanna verða þrjátíu einstaklingar formlega krafðir skýringa á notkun korta sinna á Íslandi. Vitað er að fólkið notaði erlend kort á Íslandi og komst þannig hjá því að greiða skatt af tekjum sínum.

Við greindum frá því í fréttum okkar í síðustu viku að Ríkisskattstjóri hafi nú nöfn nær allra eigenda þeirra greiðslukorta sem eru skuldfærð af erlendum reikningum, aðallega í Lúxemborg, en notuð á Íslandi. Áður hefur verið staðfest að hópur fólks hafi þannig skotið tekjum undan skatti. Við rannsókn málsins hafa fyrirtæki hér á landi verið heimsótt og kannað hefur verið hvaða nöfn eru á bak við greiðslukort sem hafa verið notuð í viðskiptum.

Samkvæmt heimildum Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis er kortanotkun 30 einstaklinga til rannsóknar. Þá er verið að vinna að því að lengja tímabilið sem er til skoðunar enn frekar. Áður miðast það við júlí 2006 til júní 2007 en nú stendur til að skoða greiðslukortanotkun þessara einstaklinga til júní á þessu ári.

Samkvæmt heimildum Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis eru greiðslukort fimm einstaklinga til nánari athugunar þar sem lengra tímabil er skoðað. Dæmi er um að einstök kort hafi verið notuð fyrir allt að 40 milljónir á einu ári. Ríkisskattstjóri mun í janúar taka viðtöl við viðkomandi einstaklinga og geti þeir ekki gert grein fyrir erlendum eignum eða tekjum verður mál þeirra sent til skattrannsóknarstjóra.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×