Innlent

Stysti dagur ársins í dag

Vetrarsólstöður eru í dag, 21. desember, og er þetta því sá dagur ársins sem nóttin er lengst og birtu nýtur skemmst. Vetrarsólstöður eru nú í hádeginu, nákvæmlega klukkan 12:04. Þá er norðurpóll jarðar fjærst sólu og er möndulhalli jarðarinnar gagnvart sólinni þá 23,5°. Hér eftir tekur daginn því að lengja. Á morgun, 22. desember, verður dagurinn 50 sekúndum lengri og eftir tíu daga, um áramótin, það er 31. desember , verður dagurinn 13 mínútum lengri en í dag.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×