Viðskipti innlent

Milljarðar millifærðir úr sjóðum Kaupþings fyrir þjóðnýtingu

Hundrað milljarðar voru millifærðir úr sjóðum Kaupþings inn á erlenda bankareikninga skömmu áður en bankinn var þjóðnýttur. Skilanefnd bankans rannsakar nú hvort þessum fjárhæðum hafi verið skotið undan.

Heimildir fréttastofu herma að millifærslurnar hafi vakið athygli manna í skilanefndinni sökum þess hversu háar þær voru og hvenær þær voru gerðar. Þegar farið var að skoða þær betur kom í ljós að reikningarnir, sem peningarnir voru færðir á, eru allir í löndum þar sem erfitt er að komast að því hver reikningseigandinn er.

Rannsókn stendur nú yfir á þessum millifærslum. Samkvæmt heimildum fréttastofu lágu engar skýringar á bak við millifærslurnar þegar það var athugað, hvorki tímasetningunum, svona skömmu fyrir þjóðnýtingu, upphæðunum, sem nema rúmlega 100 milljörðum eða reikningseigendunum sem fengu greiðslurnar.

Ekki náðist í Steinar Þór Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings.













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×