Innlent

Gæsluvarðhald í 190 kílóa málinu framlengt um sex vikur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Gæsluvarðhaldsúrskurðir yfir hollenskum karlmanni og Íslendingi, sem grunaðir eru um að hafa staðið að smygli á rúmum 190 kílógrömmum af fíkniefnum 10. júní síðastliðinn í húsbíl sem fluttur var til landsins með ferjunni Norrænu, voru framlengdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, um sex vikur hvor.

Íslendingurinn í málinu er athafnamaðurinn Þorsteinn Kragh sem handtekinn var nokkrum vikum eftir að efnin fundust. Eins og Vísir greindi frá í september framkvæmdi lögregla húsleitir á nokkrum heimilum í tengslum við rannsókn málsins, meðal annars hjá vinum Þorsteins. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns sækist rannsókn málsins ágætlega en hann treystir sér þó ekki til að spá neinu um hvenær ákærur líti dagsins ljós.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×