Erlent

Sarkozy: Írar þurfa að kjósa aftur

Nicola Sarkozy, Frakklandsforseti
Nicola Sarkozy, Frakklandsforseti

Írar munu þurfa að hafa aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um endurbætur á stjórnarskrá Evrópusambandsins sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti á fundi með stjórnmálaflokki sínum í dag. Írar höfnuðu Lissabon sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu í seinasta mánuði.

Sarkozy fer til Írlands næsta mánudag að ræða ástæður þess að Írland hafnaði sáttmálanum og til þess að reyna að finna lausnir við þeim vanda sem blasir við Evrópusambandinu vegna þeirrar höfnunar.

53,4 prósent þeirra sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni höfnuðu sáttmálanum en Írland var eina landið þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla var um sáttmálann. Öll 27 lönd Evrópusambandsins þurfa að samþykkja sáttmálan svo hann taki gildi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×