MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 10:30

Ólafía Ţórunn upp um meira en hundrađ sćti á heimslistanum

SPORT

Slökkviliđ ađ komast ađ eldinum

 
Innlent
21:39 09. APRÍL 2008
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. MYND/LILLÝ

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað að turninum í Kópavogi vegna elds sem kom upp á annari hæð tengibyggingar við hann.

Eftir því sem slökkvilið sagði fréttamanni Stöðvar 2 á vettvangi virðist vera einhver eldur í byggingu sem tengd er turninum en ekki í turninum sjálfum. Mun mikill reykur vera á skrifstofum sem eru á annarri hæð fyrir ofan útibú Kaupþings á staðnum og snýr að Smáralindinni.

Þá fengust þær upplýsingar hjá slökkvilið fyrir stundu að reykkafarar hefðu komist að eldinum og væru að slökkva hann. Ekki liggur fyrir hversu langan tíma það tekur.

Að sögn slökkviliðs var fólk á veitingastað á 19. hæð turnsins og sömuleiðis á 12. hæð þar sem líkamsræktarstöð er að finna. Var turninn rýmdur strax og ljóst var að eldur hefði komið upp í tengibyggingunni.

Allt tiltækt lið var sent á vettvang enda um háa byggingu að ræða.

 

 

 

 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Slökkviliđ ađ komast ađ eldinum
Fara efst