Innlent

Mótmæli vörubílstjóra - Myndband

Vöru- og sendibílsstjórar söfnuðust saman við Sundahöfn í tugatali í dag. Síðan keyrðu þeir sem leið lá í Ártúnsbrekkuna þar sem þeir stöðvuðu umferð í mótmælaskyni við hækkandi olíuverð og gjaldheimtu ríkisins af vörubílstjórum.

Vörubílunum var lagt í miðri brekkunni og lokuðu þannig fyrir umferð í báðar áttir. Myndarlegar raðir mynduðust sitt hvorum megin við vörubílana.

Talið er að samanlagt hafi um 100 atvinnubílstjóarar safnast saman á stærstu gatnamótum landsins á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar annars vegar og í Ártúnsbrekku hins vegar og stöðvuðu umferð í hádeginu í um hálfa klukkustund.

Eftir hálftíma stopp í Árbæjarbrekku yfirgáfu vöru- og sendibílarnir brekkuna, en komu aftur og keyrðu þá löturhægt upp brekkuna á ný. Þannig héldu þeir umferð í hægagangi.

Svipaðar aðgerðir munu hafa verið á nokkrum stöðum í borginni nú í eftirmiðdaginn, meðal annars á Suðurlandsbraut og Reykjanesbraut.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×