Innlent

Óttast að laxastofninn í Þjórsá hrynji

Visfræðingur óttast að laxastofninn í Þjórsá hrynji verði af Urriðafossvirkjun. Hún segir laxastofninn einn þann stærsta og sérstæðasta í landinu og ekki sé útlit fyrir að Landsvirkjun geti með nokkru móti komið í veg fyrir það, þrátt fyrir yfirlýstar mótvægisaðgerðir.

Urriðafossvirkjun er á aðalskipulagi Flóahrepps sem enn er ekki tilbúið. Skipulagið verður sent til Skipulagsstofnunar á næstu dögum. Fjallað hefur verið um þau áhrif sem fyrirhuguð virkjun í Þjórsá hefði í för með sér á lífríki árinnar, þar á meðal hinn sérstæða laxastofn. Ragnhildur Sigurðardóttir vistfræðingur hefur unnið að umhverfismati fyrir ýmis umhverfissamtök og kannað stöðu laxastofnsins í Þjórsá.

Ragnhildur segir landsvirkjun hafa greint frá því að komið verði fyrir svokölluðum seiðaveitum í ánni til að laxaseiðin komist í gegn þrátt fyrir virkjun. Sú tilraun bjargi ekki miklu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×