Erlent

Ísrael hrekur Asíubúa úr landi

Óli Tynes skrifar
Kokkar frá Asíu. Óvelkomnir í Ísrael.
Kokkar frá Asíu. Óvelkomnir í Ísrael.

Ísraelska ríkisstjórnin ætlar að bola útlenskum matreiðslumönnum úr landi á næstu tveimur árum með því að endurnýja ekki atvinnuleyfi þeirra.

Í staðinn á að ráða Ísraela. Matreiðslumennirnir sem um ræðir eru flestir frá Japan, Kína og Tælandi.

Asísku matreiðslumennirnir mótmæltu í dag með því að hafa ekki vorrúllur á matseðlinum, en það er mjög vinsæll réttur í Ísrael.

Asíumennirnir komu til Ísraels í einni af uppreisnum Palestínumanna, þegar skortur var á vinnuafli. Nú eru í landinu um 300 asískir veitingastaðir.

Nú er hinsvegar enginn skortur á vinnuafli og því á að bola Asíufólkinu burt. Á þessu ári fengu aðeins 500 Asíubúar atvinnuleyfi, en voru 900 í fyrra.

Á næsta ári á ekki að gefa út neitt atvinnuleyfi handa þessu fólki. Talskona ríkisstjórnarinnar sagði að vel væri hægt að kenna Gyðingum að búa til kínverskan mat.

Asíubúarnir ætla að fara með málið fyrir dómstóla.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×