Viðskipti erlent

Tölvurefir aflæsa iPhone

Valur Hrafn Einarsson skrifar
Tölvurefir hafa búið til hugbúnað sem aflæsir iPhone.
Tölvurefir hafa búið til hugbúnað sem aflæsir iPhone. MYND/Apple

Tölvurefir hafa fundið leið til þess að aflæsa hinum vinsæla iPhone síma frá Apple. Síminn er aðeins kominn á markað í Bandaríkjunum og er símafyrirtækið AT&T með einkarétt á notkun hans þar í tvö ár.

Hópur tölvurefa sem kalla sig iPhoneSIMfree.com segjast hafa búið til hugbúnað sem aflæsir símanum eftir að hann er settur upp. Þá mun vera hægt að nota hann hjá öðrum símafyrirtækjum.

Margir tölvurefir hafa verið með það sem markmið að ná að aflæsa iPhone símanum frá því hann kom á markað í seinnipart júní. Vinsæla tækniblogg síðan Engadget.com sagði aflæsinguna hafa verið mjög einfalda og aðeins tekið nokkrar mínútur.

Nokkrar aðrar leiðir til aflæsingar hafa sprottið upp á netinu undanfarnar vikur, en margar þeirra fela það í sér að eiga við flókinn rafbúnað símans.

Sumir segja þennan sigur tölvurefa vera skammvinnan þar sem að Apple geti gert aflæsingar-hugbúnaðinn óvirkan með uppfærslu á stýrikerfi símanna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×