MIĐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER NÝJAST 23:47

Viđskiptaráđherra Bandaríkjanna heimsćkir Kúbu

FRÉTTIR

Teitur tekur viđ Vancouver Whitecaps

 
Fótbolti
09:49 12. DESEMBER 2007
Teitur Ţórđarson, ţjálfari Vancouver Whitecaps
Teitur Ţórđarson, ţjálfari Vancouver Whitecaps MYND/HÖRĐUR

Teitur Þórðarson hefur tekið við þjálfun kanadíska knattspyrnuliðsins Vancouver Whitecaps sem leikur í United Soccer League-deildinni.

Teitur tekur við starfinu af Bob Lilley sem var rekinn þann átjánda september síðastliðinn er liðinu mistókst að komast upp úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar í deildinni.

Á síðasta tímabili vann liðið níu leiki og gerði sjö jafntefli en tapaði tólf leikjum.

Liðið varð meistari í deildinni í fyrra en USL-deildin er sú næstbesta í Bandaríkjunum og Kanada, á eftir MSL-deildinni.

Tvö kanadísk lið leika í USL-deildinni, Vancouver og Mopntreal Impact. Níu lið eru frá Bandaríkjunum og eitt frá Púertó Ríkó.

Teitur þjálfaði síðast KR hér á landi en var rekinn frá félaginu um mitt tímabil í sumar.

Smelltu hér til að sjá frétt um ráðningu Teits á heimasíðu félagsins.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / / Teitur tekur viđ Vancouver Whitecaps
Fara efst