Fall meirihlutans frestađi enn Ásatrúarhofi

 
Innlent
11:18 28. OKTÓBER 2007
Fall meirihlutans frestađi enn Ásatrúarhofi

Ásatrúarmenn reikna með að borgarráð afgreiði endanlega óskir þeirra um nýtt hof á fundi sínum í komandi viku. Málið hefur frestast af ýmsum ástæðum nú síðast ftrestaist það þar sem meirihlutinn féll í borginni. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði segir að Kafka sé eins og krakkaleikur í samanburði við hvernig ferillinn hefur verið.

"Vilhjámur Vilhjálmsson fyrrum borgarstjóri var komin með lausn fyrir okkur sem okkur leist mjög vel á en það var lóð skammt frá Nauthól," segir Hilmar Örn í samtali við Vísi. "Síðan er hann farin frá og núverandi meirihluti þarf að kynna sér málið og afgreiða það að nýju."

Sem kunnugt er af fréttum í Vísi í sumar þurfti Ásatrúarfélagið að láta frá sér þá lóð sem félaginu hafði verið úthlutað í Öskjuhlíðinni þar sem hofið hefði þá staðið í beinni aðfluglínu að Reykjavíkurflugvelli. "Ég trúi ekki öðru en að borgarráð afgreiði málið á næsta fundi sínum," segir Hilmar Örn.

Málið var kynnt á aðalfundi Ásatrúarfélagsins í gærdag. Þar voru lagðar fram drög að teikningum og kynntar hugmyndir um útlit og áferð hofsins.

"Þetta verður fyrsta heiðna hofið sem byggt er í Evrópu á síðustu 900 árum," segir Hilmar Örn. "Því munum við vanda okkur og ætlum okkur að gera hofið þannig úr garði að það verði ein af lykilbyggingum borgarinnar og landsins. Útlit þess verður framsækið og nýtískulegt," segir Hilmar Örn.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / / Fall meirihlutans frestađi enn Ásatrúarhofi
Fara efst