Innlent

Íslendingur með 599 grömm af spítti á Kastrup

Andri Ólafsson skrifar

Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag var þingfest ákæra á hendur 36 ára Breiðhyltingi fyrir að hafa haft í vörslum sínum 599 grömm af amfetamíni sem fundust í töskugeymslu á Kastrup í október í fyrra.

Fíkniefnin fundust í ferðatösku sem ákærði lét geyma fyrir sig á flugvellinum. Það var eftrilitsmaður úr toll- og skattþjónustunni á Kastrup sem fann efnin við reglubundið eftirlit.

Ákærði í málinu mætti ekki til þingfestingarinnar í dag. Verjandi mannsins mætti í hans stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×