Innlent

Milljónatjón hjá laxabændum ef virkjað verður í neðri hluta Þjórsár

Bændur við Kálfá í Gnúpverjahreppi segjast verða fyrir milljóna tjóni ef neðri hluti Þjórsár verður virkjaður. Þeir segja að laxveiði verði eyðilögð og að nýtt veiðihús hafi verið reist til einskis.



Ábúendur í Eystra Geldingaholti, sem eiga land að Kálfa sem rennur út í Þjórsá, hafa lagt í talsverðan kostnað og miklar framkvæmdir til að treysta hrygningu laxa í Kálfá. Að sögn Árdísar Jónsdóttur, ábúanda í Eystra-Geldingaholti, er markmiðið að bæta viðgang laxa í Kálfá og auka þannig laxveiði í ánni sem hefur farið vaxandi.

Kálfá er fremur lítil bergvatnsá en Veiðifélag Kálfár, hefur meðal annars byggt veiðihús fyrir milljónir króna til að þjóna stækkandi hópi veiðimanna við ánna.

Ábúendur telja að öll vinna sín sé til einskis verði virkjun í neðri hluta Þjórsár því lífríki árinnar verði gjörbreytt. Ábúendur fullyrða að þeir verði fyrir varanlegu tjóni.

Árdís segist ekki vita til þess að Landsvirkjun hafi rætt við eigendur jarða sem eigi land að Kálfá til að meta áhrifin sem virkjun kann að hafa á lífríki á þessu svæði. Hún segir að tjón fárra bænda sé þó ekki meginatriðið í þessu máli, virkjunin snerti alla landsmenn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×