Innlent

Brimborg mun flytja inn bíla með etanolvélum

Etanolbílar eru mun umhverfisvænni en bensínbílar.
Etanolbílar eru mun umhverfisvænni en bensínbílar.

Brimborg hyggst hefja innflutning etanolbíla. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að um tilraunarstarfsemi sé að ræða. Búið sé að panta tvo bíla af gerðinni Volvo og Ford sem væntanlegir séu til landsins í ágúst. Hann segir að bílar með etanolvélum seljist vel í Svíþjóð enda séu þeir mjög umhverfisvænir og losi 75% minna af koltvíoxíð en bensínbílar. Egill segir að Olís hafi samþykkt að sjá um innflutning á etanoli og viðræður hafi verið í gangi við stjórnvöld um niðurfellingu á gjöldum af slíku eldsneyti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×