Engin peningasóun

 
Innlent
00:15 07. JÚLÍ 2007
Tadashi Arashima, forsetinn og ađrir gestir fylgdust međ ţegar bíllinn rann hljóđlaust í hlađ.
Tadashi Arashima, forsetinn og ađrir gestir fylgdust međ ţegar bíllinn rann hljóđlaust í hlađ. MYND/RÓSA

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók í gær við nýjum forsetabíl af gerðinni Lexus LS600h. Forstjóri Toyota í Evrópu, Tadashi Arashima, afhenti forsetanum lyklana á Bessastöðum.

Bíllinn er tvinnbifreið og sá fyrsti sinnar tegundar í flokki viðhafnarbifreiða. Bíllinn er knúinn af svokölluðu Hybrid-kerfi sem samanstendur af rafmótor og bensínvél.

Bíllinn getur ekið á 60-70 kílómetra hraða á rafmótornum einum saman og er þá laus við útblástur og fullkomlega hljóðlátur. Ólafur Ragnar er fyrsti þjóðhöfðinginn í Evrópu til að fá slíkan bíl.

„Þrettán ár eru síðan við keyptum síðast nýjan bíl, þannig að við sóum ekki peningum og förum vel með bílana okkar,“ sagði forsetinn við Arashima þegar hann tók við lyklunum.

„Við svipuðumst eftir bíl sem sendir þau skilaboð til Íslendinga og annarra þjóða að ef okkur sé alvara í umræðunni um ógnir vegna hlýnunar jarðarinnar þurfum við að sýna fordæmi,“ sagði forsetinn.
Lexus tvinnbifreiðar af þessari gerð kosta allt frá 11 milljónum upp í 15 milljónir króna hjá Toyota á Íslandi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Engin peningasóun
Fara efst