Erlent

Portúgalar vilja efla viðræður

Ali Babacan, í miðju, heilsar Olli Rehn, stækkunarmálastjóra ESB, og Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands.
Ali Babacan, í miðju, heilsar Olli Rehn, stækkunarmálastjóra ESB, og Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands. Nordicphotos/AFP

Evrópumálaráðherra Portúgals. Manuel Lobo Antunes, segir að portúgölsk stjórnvöld myndu í formennskutíð sinni í Evrópusambandinu síðari helming ársins ekki hlíta tilmælum Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta um að hægar yrði farið í sakirnar í aðildarviðræðum við Tyrki. Tyrknesk stjórnvöld gagnrýndu í vikunni tilraunir til að stöðva aðildarviðræðurnar.



Á þriðjudag var ákveðið að viðræður yrðu teknar upp á tveimur minniháttar málefnasviðum – varðandi hagstofumál og fjármálaeftirlit. Þær bætast nú við viðræður um vísinda- og rannsóknasamstarf og iðnaðarmál, sem áður voru hafnar við Tyrki. Fyrir tilstilli Frakka var hins vegar ekki farið út í þungvægari viðræður um efnahags- og gjaldeyrismál. Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýzkalands sem er nú að láta af ESB-formennskunni, sagði hins vegar að viðræðurnar og hugsanleg aðild Tyrklands að ESB væri „hagsmunamál fyrir alla Evrópu“.



Ali Babacan, aðalerindreki Tyrkja í viðræðunum við ESB, sagði að mikilvægt væri fyrir báða aðila að viðhalda trausti á framvindu aðildarviðræðnanna. „Að öðrum kosti mun ekki aðeins Tyrkland, heldur einnig ESB verða fyrir tjóni af völdum þessa,“ sagði hann.


Tengdar fréttir

Ógnaði foreldrum sínum með hnífi

„Þetta er ekkert einsdæmi en sem betur fer kemur það ekki oft fyrir að við þurfum að yfirbuga ungmenni í heimahúsum,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×