Innlent

Fimmtán ára hlaut opið beinbrot

Fimmtán ára piltur hlaut opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á óskráðu torfæruhjóli, innanbæjar í Hveragerði í gærkvöldi og hafnaði á ljósastaur. Hann var fluttur á Slysadeild Landspítalans, þar sem hann dvelur enn.

Höggið var mikið en hjálmur og góður hlífðarbúnaður kom í veg fyrir að hann slasaðist meira að mati lögreglu. Unglingar mega aka slíkum hjólum á lokuðum æfingabrautum undir eftirliti foreldra en ítrekað berast kvartanir bæði frá Hveragerði og Þorlákshöfn um að unglingar á torfæruhjólum séu að aka um götur og gangstíga í bæjunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×