Lífið

Roksala á hundum í sauðagæru

Allt að tvöþúsund vel snyrt og tilklippt lömb voru seld sem púðluhundar í Japan. Netfyrirtækið "Púðlar sem gæludýr" flutti inn fjölda lamba frá Ástralíu og Nýja-sjálandi og markaðssettir sem lúxusgæludýr. Þetta kemur fram á vefsíðunni metro.co.uk

Ekki komst upp um svindlið fyrr en Maiko Kawakami, japönsk leikkona, sýndi mynd af "hundinum" sínum í spjallþætti og kvartaði undan því að hann gelti ekki og fúlsaði við hundamat.

Hundruðir óviljandi sauðfjáreigenda höfðu í kjölfarið samband við lögregluna og telur lögreglan að allt að tvöþúsund manns hafi verið plötuð. "Því miður höldum við að fleira en eitt fyrirtæki hafi stundað þetta" sagði talsmaður lögreglunnar.

"Hundarnir" voru seldið á um áttatíu þúsund krónur, eða helming þess sem ekta hundur kostar. Púðluhundar eru sjaldgæfir í Japan og fáir vita hvernig þeir líta út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×