Innlent

Rétt um helmingur hefur kosið

Mikil aðsókn hefur verið að kjörstöðum. Myndin er tekin í V'iðistaðaskóla.
Mikil aðsókn hefur verið að kjörstöðum. Myndin er tekin í V'iðistaðaskóla. MYND/Stöð 2

Um klukkan fimm höfðu 8.587 bæjarbúar komið á kjörstað til að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík. Á kjörskrá eru 16.648 manns, 1195 kusu utankjörfundar.

Kjörfundur hófst klukkan tíu í morgun og verður kjörstöðum lokað klukkan sjö í kvöld. Kosið er á þremur stöðum, í Áslandsskóla, íþróttahúsinu við Strandgötu og í Víðistaðaskóla. Kjósendur geta farið á hvaða kjörstað sem þeir vilja til að kjósa þar sem notast er við rafræna kjörskrá. Fyrstu tölur verða birtar í fréttum Stöðvar 2 klukkan sjö. Einnig verður hægt að fylgjast með kosningunum á visi.is. Búist er við að talning ljúki um klukkan tíu í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×