Innlent

Óraunhæf hugmynd

Það er óraunhæf hugmynd að leggja alla áherslu á mannfjölgun á Austurlandi í tengslum við framkvæmdir álvers Alcoa í Reyðafirði. Þetta segir lektor við Háskólann á Akureyri vegna nýrrar skýrslu Hagstofunnar sem sýnir að fólki fækkar á Austurlandi.

Eins og Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá í gær sýnir skýrsla Hagstofunnar um þróun búferlaflutninga síðasta áratuginn að fleiri fluttu sig um set innan Austurlands og fjöldi brottfluttra er enn hærri en aðfluttra. Kjartan Ólafsson, lektor við Háskólann á Akureyri hefur stýrt rannsóknum á félagslegum áhrifum stóriðjuframkvæmda á Austurlandi. Hann segir þessar niðurstöður ekki koma honum á óvart. Það sem ætti að knýja íbúafjölgun á Austurlandi, sem er álverið á Reyðafirði, er ekki tilbúið né starfhæft.

Framkvæmdartíminn sé ekki ástæða til að ætlast til íbúafjölgunnar. Í fyrstu atrennu hljóti þeir sem búa í næsta nágrenni við Reyðafjörð að sækja fyrst um vinnu þar og einnig sé líka um tilfærslu á milli starfa að ræða það er að segja fólk færi sig úr landbúnaði og sjávarvinnslu í álframleiðslu. Kjartan segir að sveitastjórnarmenn hafa lagt of mikla áherslu á fjölgun í fjórðunginum í stað þess að leggja áherslu á að bæta samfélagið.

Aðspurður hvort hægt sé að sjá fyrir hvort þessi þróunin verði viðvarandi, segir Kjartan það byggja á á efnahagslegu ástandi í landinu öllu hvort fólk flytji ti Austurlands að sækja í vinnu eða hvort það verði vinnuafl sem komi erlendis frá. Á meðan atvinnustigið er eins og nú er ekki hvati fyrir fólk annars staðar af landinu til að flytja til Austurlands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×