Erlent

Merkel ver evruna

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. MYND/AP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands segist hafa áhyggjur af umræðu um evruna, í Frakklandi, en þar er gjaldmiðlinum kennt um meintar verðhækkanir þegar hún var tekin upp. Merkel vill að evrunni verði haldið utan við pólitíska umræðu.

Það verða forsetakosningar í Frakklandi í apríl og maí, í sumar og nokkrir frambjóðendanna hafa beint spjótum sínum að evrunni og Seðlabanka Evrópu, sem þeir segja að hafi einblínt á verðbólguna, frekar en örva hagvöxt og skapa atvinnu.

Merkel sagði að evran hefði fært ríkjum Evrópu gríðarlegar hagsbætur, og að seðlabankinn verði að fá að halda sjálfstæði sínu gagnvart pólitískum átökum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×