SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR NÝJAST 13:57

Snorri og Saga trúlofuđ

LÍFIĐ

Skarst ţegar rúđa brotnađi í óveđri

 
Innlent
10:15 23. DESEMBER 2006
Skarst ţegar rúđa brotnađi í óveđri
MYND/ELLERT GRÉTARSSON

Erill var hjá lögreglu og björgunarsveitarmönnum í Reykjanesbæ eftir að óveður skall á klukkan fjögur í nótt en björgunarsveitir höfðu verið settar í viðbragðsstöðu. Rúður brotnuðu á fimm stöðum og í einu tilviki varð kona fyrir glerbrotunum og skarst nokkuð.

Ýmislegt lauslegt fauk og járnplötur losnuðu af þökum og af skúr en ekki er vitað um frekara tjón vegna þess. Þá losnaði stórt skylti á húsi Lyfju við Hringbraut en það tókst að festa það og koma í veg fyrir að það færi af stað.

Einnig var erill vegna ölvunar og óláta. Þá varð árekstur á gatnamótum Aðalgötu og Smáratúns en engin slys urðu á fólki. Fjarlægja þurfti báðar bifreiðarnar með dráttarbifreið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / / Skarst ţegar rúđa brotnađi í óveđri
Fara efst