Erlent

Jarðneskar leifar Páls postula finnast

Helgimálverk af Páli postula.
Helgimálverk af Páli postula. MYND/Vísir

Fornleifafræðingar sem hafa unnið fyrir Vatíkanið hafa fundið steinkistu sem er álitin innihalda jarðneskar leifar Páls postula, eins af lærisveinum Jesú. Kistan fannst í grafhýsi undir kirkju í Róm.

Uppgröfturinn hófst árið 2002 og lauk síðan í nóvemberlok. Talið er að þetta sé í fyrsta sinn í 1700 ár sem að steinkistan er sýnileg en á henni er áletrun á latínu sem segir „Píslarvotturinn Páll Postuli".

Steinkistan verður ekki opnuð að þessu sinni en kirkjan hefur engu að síður ekki útilokað þann möguleika að hún verði opnuð og innihald hennar rannsakað.

Vefsíða BBC skýrir frá þessu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×