Enski boltinn

Arteta: Tapið gegn United var ósanngjarnt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mikel Arteta reynir að hughreysta Jack Wilshere sem fór af velli meiddur.
Mikel Arteta reynir að hughreysta Jack Wilshere sem fór af velli meiddur. vísir/getty
Arsenal þurfti að sætta sig við tap gegn Manchester United, 2-0, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina þrátt fyrir að vera mikið betri aðilinn í leiknum.

Heimamenn voru klaufar að komast ekki 1-2 mörkum yfir áður en þeir settu boltann í eigið net. Wayne Rooney kláraði svo leikinn með snyrtilegu marki eftir skyndisókn á 84. mínútu.

„Ég á ekki orð. Við spiluðum okkar besta leik á tímabilinu og fengum nóg af færum,“ sagði Arteta eftir leikinn.

„Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart leikmönnunum og stuðningsmönnunum. Hvernig get ég útskýrt úrslitin? Ég get það ekki.“

„Ég er í losti og virkilega pirraður því við áttum þetta ekki skilið miðað við hvernig andstæðingurinn spilaði. Ég get bara sagt að þetta hafi verið óheppni og fyrsta markið breytti leiknum. Á þeim tímapunkti vorum við með fulla stjórn á leiknum og vorum að ganga frá United,“ sagði Mikel Arteta.

Kieran Gibbs skorar sjálfsmark: Rooney bætir við marki: Giroud minnkar muninn:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×