Erlent

Árslöng Mars-tilraun NASA komin að endalokum

Samúel Karl Ólason skrifar
Svæðið þar sem skýlinu var komið fyrir er töluvert einangrað.
Svæðið þar sem skýlinu var komið fyrir er töluvert einangrað. Vísir/EPA
Sex manns hafa nú búið í litlu skýli í tæpt ár til þess að líkja eftir aðstæðum geimfara á Mars. Fólkið hefur unnið í mikilli nánd án ferks lofts, matar og næðis. Um er að ræða rannsókn háskólans á Hawaii og NASA á áhrifum þessa aðstæðna á geimfara.

Samkvæmt frétt BBC er um að ræða lengstu slíku rannsókn frá því að sex menn voru í sambærilegri einangrun í 520 daga en sú rannsókn var á vegum rússnesku geimstofnunarinnar.

Í skýlinu á eyjunni Hawaii var einn vísindamaður frá Frakklandi, einn vísindamaður frá Þýskalandi og fjórir frá Bandaríkjunum. Þar af einn flugmaður, arkitekt, blaðamaður og vísindamaður.

Þau yfirgáfu skýlið fyrr í dag.

Í hvert sinn sem fólkið fór út úr skýlinu þurfti það að klæða sig í geimbúning. Þau þurftu að vinna með takmarkaðar auðlindir og forðast ágreining eftir bestu getu.

NASA stefnir að því að senda mannaða geimflaug til Mars fyrir árið 2030 en slíkt verkefni gæti tekið allt að þrjú ár.

Þrír hópar voru þó í núverandi rannsókn. Einn hópurinn var innilokaður í fjóra mánuði. Annar í átta og hópurinn sem rætt er um í eitt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×