Enski boltinn

Arsenal tapaði fyrir New York Red Bulls

Vísir/AFP
Arsenal tapaði fyrir New York Red Bulls í æfingarleik í Bandaríkjunum í kvöld, en Bradley Wright-Phillips skoraði eina markið í fyrri hálfleik.



Bradley Wright-Phillips sem er einmitt bróðir Shaun Wright-Phillips, fyrrum leikmanns Manchester City, skoraði eina markið eftir darraðadans eftir hornspyrnu.



Thierre Henry, Arsenal-goðsögnin, spilar nú með Red Bulls, en hann spilaði fyrstu 53 mínútur leiksins. Hann fékk mikið lófaklapp þegar hann fór af velli frá stuðningsmönnum beggja liða.



Byrjunarlið Arsenal í fyrri hálfleik: Szczesny, Jenkinson, Hayden, Monreal, Gibbs, Arteta, Wilshere, Zelalem, Ramsey, Cazorla, Rosicky.



Byrjunarlið Arsenal í síðari hálfleik: Martinez, Bellerin, Monreal, Miquel, Gibbs, Coquelin, Flamini, Diaby, Cazorla, Rosicky, Akpom.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×