Enski boltinn

Arsenal tapaði dýrmætum stigum á Carrow Road | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Arsenal fagna marki Özil.
Leikmenn Arsenal fagna marki Özil. vísir/getty

Arsenal tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Carrow Road þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við heimamenn í Norwich. Arsenal er tveimur stigum frá toppliðunum Manchester City og Leicester.

Mesut Özil kom Arsenal yfir eftir klaufagang í varnarleik Norwich, en Özil kláraði færið frábærlega. Staðan 1-0 fyrir Arsenal eftir hálftíma leik.

Gestirnir voru þó ekki af baki brottnir og jöfnuðu metin tveimur mínútum fyrir hlé. Þar var að verki Lewis Grabban eftir góða sendingu frá Robert Brady og staðan jöfn 1-1, í hlé.

Ekki urðu mörkin fleiri í leiknum, en Arsenal er í fjórða sæti deildarinnar með 27 stig, tveimur stigum frá toppnum, en þeir eru án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum. Norwich er í sextánda sæti með þrettán stig, þremur stigum frá fallsæti.

Meiðslalistinn hjá Arsenal lengdist í leiknum, en bæði Koscielny og Alexis Sanches fóru af velli meiddir. Fyrir voru menn á borð við Rosický, Walcott, Welbeck og Coquelin á meiðslalista ásamt fleirum.

0-1 Özil: 1-1 Grabban:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×