Enski boltinn

Arsenal staðfestir kaupin á Mustafi | Chambers lánaður til Boro

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mustafi virðist ánægður í Arsenal-búningnum.
Mustafi virðist ánægður í Arsenal-búningnum. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal hefur staðfest kaupin á þýska varnarmanninum Shkodran Mustafi frá Valencia.

Mustafi er annar leikmaðurinn sem Arsenal kynnir til leiks í dag en hinn er spænski sóknarmaðurinn Lucas Pérez sem kom frá Deportivo La Coruna.

Mustafi skrifaði undir fimm ára samning við Arsenal en talið er að Lundúnaliðið hafi greitt Valencia tæpar 35 milljónir punda fyrir hann.

Mustafi spilaði í tvö ár með Valencia en þar áður lék hann með Sampdoria á Ítalíu. Hann var einnig á sínum tíma á mála hjá Everton en lék aðeins einn leik með aðalliði félagsins.

Mustafi hefur leikið 12 A-landsleiki fyrir Þýskaland. Hann var í liði Þjóðverja sem varð heimsmeistari fyrir tveimur árum.

Í kvöld var einnig greint frá því að Arsenal hefði lánað varnarmanninn Calum Chambers til Middlesborough út tímabilið.

Chambers skoraði gegn Liverpool í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.vísir/getty

Tengdar fréttir

Arsenal tilbúið að lána Wilshere

Arsenal er tilbúið að leyfa Jack Wilshere að fara á láni til að fá meiri spiltíma. Þetta herma heimildir Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×