Enski boltinn

Arsenal og Chelsea berjast um Remy

Anton Ingi Leifsson skrifar
Remy fagnar marki fyrir Newcastle.
Remy fagnar marki fyrir Newcastle. Vísir/Getty
Arsenal og Chelsea berjast um framherjann snjalla, Loic Remy, en þetta hefur Sky Sports samkvæmt heimildum sínum. Remy er á mála hjá QPR.

Remy virtist í dag vera á leið til Chelsea fyrir rúmar tíu milljónir punda, en hann er með klásúlu í sínum samningi sem segir að ef boð uppá ákveðna upphæð komi inn á borð félagsins verði það að samþykkja.

Arsenal hefur nú bæst í baráttuna um Remy, en Oliver Giroud, framherj Arsenal, meiddist á dögunum og verður ekki meira með þessu á ári. Því þurfa fallbyssurnar frá Lundúnum á framherja að halda áður en glugginn lokar á þriðjudaginn.

„Við erum að reyna fá Remy. Samkvæmt okkar fagmönnum á ákveðnum sviðum á hann ekki í erfiðleikum með að spila fótbolta," sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea, um möguleg kaup á Remy, en Frakkinn féll á læknisskoðun hjá Liverpool fyrr í sumar.

Remy er á mála hjá QPR eins og fyrr segir, en á síðasta tímabili var hann á láni hjá Newcastle. Þar spilaði hann 26 leiki og skoraði 14 mörk sem verður að teljast ansi góð tölfræði hjá þessum 27 ára gamla leikmanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×