Fótbolti

Arsenal mætir Barcelona í 16 liða úrslitum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsenal hefur fallið úr leik í 16 liða úrslitum undanfarin fimm ár.
Arsenal hefur fallið úr leik í 16 liða úrslitum undanfarin fimm ár. vísir/getty
Arsenal fékk engan draumadrátt þegar dregið var til 16 liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í Nyon í Sviss í dag.

Arsenal var enn eina ferðina refsað grimmilega fyrir að hafna í öðru sæti síns riðils en Lundúnarliðið dróst gegn Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona.

Chelsea á einnig erfiða viðureign fyrir höndum en lærisveinar José Mourinho mæta Zlatan Ibrahimovic og félögum í Frakklandsmeistaraliði Paris Saint-Germain.

Þessi lið áttust við á sama stað í keppninni í fyrra en þar hafði PSG dramatískan sigur eftir framlengingu á Stamford Bridge.

Manchester City datt í lukkupottinn og getur þakkað það að hafa loks náð að vinna sinn riðil. City mætir Dynamo Kiev frá Úkraínu en fyrri leikurinn fer fram fyrir luktum dyrum í Kænugarði.

Real Madrid dróst á móti Roma og þá verður annar stórleikur í 16 liða úrslitunum þar sem Juventus og Bayern München eigast við.

Fyrri leikirnir í 16 liða úrslitunum fara fram 16.-17. og 23.-24. febrúar en seinni leikirnir 8.-9. og 15.-16. mars

Drátturinn í 16 liða úrslitin:

Gent - Wolfsburg

Roma - Real Madrid

Paris Saint-Germain - Chelsea

Arsenal - Barcelona

Juventus - Bayern München

PSV Eindhoven - Atlético Madríd

Benfica - Zenit

Dynamo Kiev - Manchester City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×