Enski boltinn

Arsenal lyfti sér upp í fimmta sætið | Sjáið mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Santi Cazorla skorar úr vítaspyrnu á Upton Park.
Santi Cazorla skorar úr vítaspyrnu á Upton Park. vísir/getty
Arsenal lagði West Ham United 2-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Frábær endasprettur í fyrri hálfleik lagði grunninn að sigrinum.

West Ham var betri aðilinn lengi framan af leiknum en þegar  fjórar mínútur voru til hálfleiks kom Cazorla Arsenal yfir með marki úr vítaspyrnu.

Þremur mínútum síðar bætti Danny Welbeck við marki og Arsenal 2-0 yfir í hálfleik.

Cheikhou Kouyaté minnkaði munninn á níundu mínútu seinni hálfleiks og þrátt fyrir fína tilburði beggja liða var ekki meira skorað í leiknum. Arsenal beitti skyndisóknum í seinni hálfleik og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk þó West Ham hafi sótt meira.

West Ham fékk einnig sín færi en tókst ekki að nýta þau og Arsenal fagnaði í lokin þó West Ham hafi vissulega verðskuldað eitthvað út úr leiknum.

Arsenal er komið í fimmta sæti deildarinnar með 33 stig, jafn mörg stig og Southampton en lakari markamun. West Ham féll niður í sjötta sæti þegar deildin er hálfnuð.

Santi Cazorla skorar úr víti: Danny Welbeck kemur Arsenal í 0-2: Kouyaté minnkar muninn fyrir West Ham:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×