Enski boltinn

Arsenal líklegast til að verða meistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsenal varð síðast meistari árið 2004.
Arsenal varð síðast meistari árið 2004. Vísir/Getty
Samkvæmt ýmsum tölfræðingum sem gefa sig út fyrir að spá fyrir um áframhaldið í ensku úrvalsdeildinni verður Arsenal Englandsmeistari í vor.

Arsenal vann um helgina dramatískan 2-1 sigur á toppliði Leicester um helgina en fyrir vikið er forysta Leicester á toppnum tvö stig. Arsenal og Tottenham eru svo jöfn að stigum í næstu sætum á eftir.

Sjá einnig: Welbeck hetja Arsenal gegn Leicester í ótrúlegum leik

Um helgina verður spilað í bikarnum á Englandi og fá þau lið sem eru úr leik í þeirri keppni, svo sem Leicester, kærkomið frí. Önnur lið í toppbaráttunni eru bæði að keppa í bikarnum sem og í Evrópukeppnunum.

En það er ekki spurt að því í líkindareikningum sem Arsenal-stuðningsmaðurinn hér fyrir neðan tók saman á Twitter-síðu síðu sinni. Þar kemur fram að Arsenal er oftast spáð titlinum eða níu sinnum, Tottenham í þremur tilvikum og Leicester aðeins einu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×