Enski boltinn

Arsenal heldur þriðja sætinu | Hörmungargengi Everton heldur áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oliver Giroud og Tomas Rosicky fagna marki þess fyrrnefnda.
Oliver Giroud og Tomas Rosicky fagna marki þess fyrrnefnda. vísir/getty
Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Arsenal vann sinn fjórða deildarsigur í röð þegar liðið lagði QPR að velli, 1-2 á Loftus Road. Staðan var markalaus í hálfleik en Skytturnar tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik.

Oliver Giroud skoraði fyrra mark Arsenal á 64. mínútu og fimm mínútum síðar bætti Alexis Sánchez öðru marki við eftir sendingu frá Kieran Gibbs.

Charlie Austin minnkaði muninn á 82. mínútu en nær komust nýliðarnir ekki. Þetta var 15. deildarmark Austins í vetur.

Arsenal er enn í 3. sæti úrvalsdeildarinnar með 54 stig en QPR er í vondum málum í 18. sæti með 22 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

David Silva og James Milner voru á skotskónum þegar Manchester City vann 2-0 sigur á botnliði Leicester á heimavelli.

Silva kom Englandsmeisturunum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og Milner gulltryggði svo sigurinn með marki tveimur mínútum fyrir leikslok.

City er í 2. sæti deildarinnar með 58 stig, fimm stigum á eftir toppliði Chelsea sem á auk þess leik til góða.

Stoke gengur flest í haginn þessa dagana en liðið vann sinn þriðja leik í röð þegar Everton kom í heimsókn á Brittania.

Victor Moses kom heimamönnum yfir á 32. mínútu og það var svo senegalski framherjinn Mame Biram Diouf sem gulltryggði sigurinn með marki sex mínútum fyrir leikslok.

Stoke er í 8. sæti deildarinnar með 42 stig en Everton er í því 14. með 28 stig en lærisveinar Robertos Martínez hafa ekki unnið deildarleik frá því 31. janúar.

Úrslit dagsins:

Man. City 1-0 Leicester

1-0 David Silva (45.), 2-0 James Milner (88.).

Newcastle 0-1 Man. Utd

0-1 Ashley Young (89.).

QPR 1-2 Arsenal

0-1 Oliver Giroud (64.), 0-2 Alexis Sánchez (69.), 1-2 Charlie Austin (82.).

Stoke 2-0 Everton

1-0 Victor Moses (32.), Mame Biram Diouf (84.).

Tottenham 3-2 Swansea

1-0 Nacer Chadli (7.), 1-1 Sung-Yueng Ki (21.), 2-1 Ryan Mason (51.), 3-1 Andros Townsend (60.), Gylfi Þór Sigurðsson (89.).

West Ham - Chelsea 0-1

0-1 Eden Hazard (23.).

Liverpool - Burnley 2-0

1-0 Jordan Henderson (29.), Daniel Sturridge (51.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×