Enski boltinn

Arsenal frumsýnir nýjan búning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Santí Cazorla, Oliver Giroud og Héctor Bellerín í nýja búningnum.
Santí Cazorla, Oliver Giroud og Héctor Bellerín í nýja búningnum. mynd/heimasíða arsenal
Arsenal og Puma frumsýndu í dag nýjan búning sem Lundúnaliðið mun spila í á næsta tímabili.

Arsenal og Puma hafa verið í samstarfi frá 2014 og líkt og síðustu 10 ár verður auglýsing frá Emirates flugfélaginu framan á búningnum.

Nýi búningurinn er mjög svipaður þeim sem Arsenal spilaði í á nýafstöðnu tímabili fyrir utan dökka lóðrétta rönd sem er komin framan á treyjuna.

Þá tilkynnti Arsenal að Alexis Sánchez hefði breytt um treyjunúmer en Sílemaðurinn mun spila í treyju númer sjö á næsta tímabili en ekki 17 eins og undanfarin tvö ár.


Tengdar fréttir

Svefnpokinn hans Wengers til sýnis á Emirates

Vandræði Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, með rennilásinn á svefnpokanum svokallaða, skósíðri dúnúlpu sem hann klæðist jafnan á hliðarlínunni, eru fræg að endemum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×