Innlent

Ársæll skipaður í embætti skólameistara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tíu sóttu um stöðuna og var upphaflega gert ráð fyrir að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, myndi skipa í hana frá 1. apríl.
Tíu sóttu um stöðuna og var upphaflega gert ráð fyrir að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, myndi skipa í hana frá 1. apríl. Fréttablaðið/Pjetur
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað Ársæl Guðmundsson í embætti skólameistara Borgarholtsskóla frá 1. júlí.

Ingi Bogi Bogason, aðstoðarskólameistari og starfandi skólameistari, sendi starfsmönnum skólans tilkynningu um þetta í gær.

Tíu sóttu um stöðuna og var upphaflega gert ráð fyrir að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, myndi skipa í hana frá 1. apríl.

Ársæll hefur starfað undanfarið sem verkefnastjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og vegna tengsla hans við ráðuneytið var ákveðið að innanríkisráðherra skipaði í stöðuna.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×