Handbolti

Aronslausir Veszprém-menn unnu stórleikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð og félagar eru í 5. sæti A-riðils.
Alfreð og félagar eru í 5. sæti A-riðils. vísir/getty
Veszprém hafði betur gegn Kiel þegar liðin mættust í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 25-27, Veszprém í vil.

Aron Pálmarsson lék ekki með Veszprém vegna meiðsla.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar byrjuðu leikinn miklu betur og náðu mest fjögurra marka forskoti. Ungversku meistararnir unnu sig inn í leikinn og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan jöfn, 15-15.

Veszprém byrjaði seinni hálfleikinn betur og skoraði fyrstu þrjú mörkin. Eftir það var Kiel alltaf í eltingaleik.

Laszlo Nagý kom Veszprém í 23-26 þremur mínútum fyrir leikslok. Kiel svaraði með tveimur mörkum en Momir Ilic gulltryggði svo sigur Ungverjanna með 27. markinu. Lokatölur 25-27, Veszprém í vil.

Veszprém er í 3. sæti A-riðils en Kiel í því fimmta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×