Handbolti

Aron vill fá Igropulo í stað Andersson

Konstantin Igropulo.
Konstantin Igropulo. vísir/getty
Lið Arons Kristjánssonar, Kolding, vinnur nú hörðum höndum að því að finna arftaka Kim Andersson hjá liðinu.

Í gær var greint frá því að Ólafur Stefánsson muni hugsanlega leysa Andersson af hólmi í tveim leikjum í Meistaradeildinni þar sem Andersson er meiddur.

Hermt er að Andersson sé á förum til franska liðsins PSG næsta sumar og þá vantar liðið skyttu.

Forráðamenn félagsins staðfestu í gær að þeir væru í viðræðum við rússneska landsliðsmanninn Konstantin Igropulo sem leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin.

Það verður þó erfið barátta að fá hann þar sem Flensburg er einnig sagt hafa áhuga.

Igropulo var fenginn til þess að leysa Alexander Petersson af hjá Berlin og hefur staðið sig vel. Þar áður spilaði hann með Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×