FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ NÝJAST 23:36

1.700 foringjar í tyrkneska hernum leystir frá störfum

FRÉTTIR

Aron vann jafnmarga leiki á stórmótum og Bogdan Kowalczyk

 
Handbolti
18:00 22. JANÚAR 2016
Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. VÍSIR/GETTY

Aron Kristjánsson fagnaði sigri í 10 af þeim 22 leikjum sem hann stýrði íslenska handboltalandsliðinu á stórmótum.

Íslenska landsliðið fór á fjögur stórmót undir stjórn Arons Kristjánsson, tvö heimsmeistaramót (Spánn 2013, Katar 2015) og tvö Evrópumót (Danmörk 2014, Pólland 2016).

Íslenska liðið náði bestum árangri undir hans stjórn þegar liðið krækti í fimmta sætið á EM í Danmörku 2014 en varð síðan neðar en tíunda sæti á hinum þremur mótunum.

Sjá einnig: Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið

Aron jafnaði árangur Bogdans Kowalczyk og Þorbjarnar Jenssonar þegar Ísland vann Noreg í fyrsta leik á EM í Póllandi en þeir hafa allir fagnað sigri í tíu leikjum sem þjálfarar íslenska handboltalandsliðsins á stórmótum.

Sigrar íslenska landsliðsins í B-keppninni í Frakklandi 1989 teljast ekki með enda stórmótin aðeins Heimsmeistaramót, Evrópumeistaramót og Ólympíuleikar.

Aron fékk tvö tækifæri til að komast einn í annað sætið en íslenska liðið tapaði síðustu tveimur leikjum sínum við Hvíta Rússland og Króatíu og datt úr keppni.

Sjá einnig: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina

Það hafa bara tveir landsliðsþjálfarar komist ofar með íslenska landsliðið á stórmóti en það eru þeir Guðmundur Guðmundsson og Þorbergur Aðalsteinsson.

Guðmundur hefur yfirburðarforystu í sigurleikjum og á einnig þrjú af fjórum bestu
 stórmótum Íslands frá upphafi.

Flestir sigurleikir íslenskra þjálfara með Ísland á stórmótum:
Guðmundur Guðmundsson    32 (63 leikir, 58 prósent sigurhlutfall)
Bogdan Kowalczyk    10 (26, 44 prósent)
Aron Kristjánsson    10 (22, 50 prósent)
Þorbjörn Jensson    10 (21, 52 prósent)
Þorbergur Aðalsteinsson    9 (21, 45 prósent)
Alfreð Gíslason        6 (16, 38 prósent)
Viggó Sigurðsson    4 (11, 46 prósent)
Hilmar Björnsson    3 (11, 32 prósent)
Hallsteinn Hinriksson    3 (9, 39 prósent)

Besti árangur hjá einstökum þjálfurum með íslenska landsliðið á stórmóti:
2. sæti - Guðmundur Guðmundsson á ÓL 2008
4. sæti - Þorbergur Aðalsteinsson á Ól 1992
5. sæti - Aron Kristjánsson á EM 2014
5. sæti - Þorbörn Jensson á Hm 1997
6. sæti - Bogdan Kowalczyk á ÓL 1984 og HM 1986
6. sæti - Hallsteinn Hinriksson á HM 1961
7. sæti - Viggó Sigurðsson á EM 2006
8. sæti - Alfreð Gíslason á HM 2007


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Aron vann jafnmarga leiki á stórmótum og Bogdan Kowalczyk
Fara efst