Handbolti

Aron Rafn: Þetta var skítt

Ísland mátti þakka fyrir jafntefli gegn Makedóníu í lokaleik sínum í B-riðli á HM í Frakklandi. Eftir góða frammistöðu framan af leik datt botninn úr leik Íslands.

„Þetta var skítt. Mér fannst við vera komnir með þetta þegar það voru tíu mínútur eftir. Þá slökuðum við full mikið á,“ sagði Aron Rafn sem átti fína innkomu í fyrri hálfleik.

„Við vissum að þeir væru þreyttir eftir leikinn í gær. En það er vissulega leiðinlegt að hafa misst leikinn niður í jafntefli.“

Tap hefði þýtt að Ísland hefði farið í Forsetabikarinn og því var jafnteflið dýrmætt. „Það er hægt að líta jákvætt á þetta. En við hefðum átt að klára þetta. Það er bara þannig.“

Hann segist ágætlega sáttir við sitt. „Þetta gekk ágætlega en þetta var mikið af dauðafærum. Svo var hann farinn að sækja grimmt á okkur, hægri hornamaðurinn. En að mörgu leyti var þetta ágæt innkoma en ég hefði viljað klára þetta og vinna leikinn.“

Næst spilar Ísland gegn Frökkum. „Það verður gaman að spila gegn heimamönnum fyrir fullu húsi. Það er bara geggjað.“


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum

Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×