Handbolti

Aron Rafn: Maður verður alltaf að vera klár

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson varði 57 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í kvöld.
Aron Rafn Eðvarðsson varði 57 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í kvöld. Vísir/Vilhelm
„Þetta var ágætis innkoma. Ég náði að halda hreinu í fyrri hálfleik, það var ágætt,“ sagði Aron Rafn Eðvarðsson sem átti frábæra innkomu í mark Íslands í kvöld þegar Ísland vann Ísrael, 36-19, í undankeppni EM 2016.

Aron Rafn kom inn á eftir 22 mínútur þegar Björgvin Páll Gústavsson var aðeins búinn að verja tvö skot eða 25 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig.

„Það var gott að ná að verja fyrsta skotið. Það gaf mér ákveðið sjálfstraust. Ég þurfti að vera klár að koma inn á og maður verður alltaf að vera klár.

„Það var þægilegt að ná einhverju forskoti inn í hálfleikinn. Þá brutum við þá aðeins niður. Við fengum ekkert sérstaklega mörg hraðaupphlaup og gerðu marga tæknifeila fyrstu tuttugu mínúturnar.

„Við vissum að þeir myndu spila svona framarlega í vörninni í fyrri hálfleik en við áttum erfitt með að spila á milli okkar og reyndum mikið af erfiðum boltum. Svo náðum við að brjóta þá á bak aftur og sýndum getumuninn á liðunum.

„Hvert mark og hver leikur skiptir máli og það var ágætt að vinna þetta sem stærst.

„Það var ágætt að fá að púsla þessu saman og leika saman áður en við förum til Svartfjallalands sem verður eflaust hörku leikur og með mikið af áhorfendum,“ sagði Aron Rafn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×