Handbolti

Aron og félagar misstu unninn leik niður í jafntefli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Pálmarsson fékk silfrið í Meistaradeildinni í vor en var kosinn bestur á úrslitahelginni í annað sinn.
Aron Pálmarsson fékk silfrið í Meistaradeildinni í vor en var kosinn bestur á úrslitahelginni í annað sinn. vísir/getty
Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém köstuðu frá sér unnum leik í meistaradeildinni í handknattleik þegar liðið lék við Flensburg.

Liðið var tveimur mörkum yfir, 24-22, þegar ein mínúta var eftir af leiknum og náðu heimamenn í Flensburg að jafna metin 24-24 og varð niðurstaðan jafntefli.

Leikurinn fór fram í Flensburg og dæmdu þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson leikinn.

Aron Pálmarsson gerði þrjú mörk fyrir gestina í leiknum en í liði Veszprém var Momir Illic atkvæðamestur með sjö mörk.

Kentin Mahe skoraði níu mörk fyrir Flensburg. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×