Handbolti

Aron og félagar komnir til Kölnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron skoraði samtals níu mörk í einvíginu gegn Vardar.
Aron skoraði samtals níu mörk í einvíginu gegn Vardar. vísir/epa
Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém eru komnir áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir 30-30 jafntefli við Vardar í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitunum í dag.

Ungversku meistararnir unnu fyrri leikinn í Makedóníu, 26-29, og einvígið því samanlagt 59-56.

Aron skoraði tvö mörk úr fimm skotum í leiknum í dag en hann var frábær í fyrri leiknum og skoraði þá sjö mörk.

Vardar byrjaði leikinn mun betur og komst fljótlega í 2-6. Gestirnir voru með 2-4 marka forystu í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 12-14, Makedónunum í vil.

Í seinni hálfleik sýndu Veszprém-menn styrk sinn og voru með fín tök á leiknum. Vardar kom aldrei með alvöru áhlaup í seinni hálfleik og leiknum lyktaði með 30-30 jafntefli.

Momir Ilic var markahæstur í liði Veszprém með níu mörk en Laszlo Nagy kom næstur með sjö mörk. Alex Dujshebaev skoraði fimm mörk fyrir Vardar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×