FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 23:31

Ráđherrann sem reyndi ađ bjarga lögreglumanninum heiđrađur

FRÉTTIR

Aron mun gefa sér góđan tíma eftir leik í kvöld til ađ hitta unga FH-inga

 
Handbolti
12:30 06. JANÚAR 2016
Aron Pálmarsson spilar á sínum gamla heimavelli í kvöld.
Aron Pálmarsson spilar á sínum gamla heimavelli í kvöld. VÍSIR/STEFÁN

Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska karlalandsliðsins í handbolta, getur ekki beðið eftir því að snúa aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld.

Aron spilar sinn 100. landsleik með Íslandi á móti Portúgal klukkan 19.30 í Kaplakrika, húsinu sem hans ólst upp í.

Sjá einnig: Svona komast handboltastrákarnir okkar á ÓL í Ríó

„Það gladdi mig mikið að landsleikirnir sem spilaðir verða hér heima í undirbúningi okkar fyrir EM verða á mínum heimavelli í Kaplakrika,“ segir Aron í nýárskveðju til FH-inga.

„Kaplakriki á sérstakan stað í hjarta mínu enda mitt annað heimili í 18 ár og ég hef ekki spilað leik þar síðan ég flutti til Kiel fyrir 7 árum síðan.“

Aron vonast til að fá stútfullt hús af FH-ingum til að styðja sig og íslenska landsliðið í síðasta heimaleik A-liðsins fyrir Evrópumótið í Póllandi.

„Ég mun gefa mér góðan tíma eftir leik til að hitta unga og upprennandi FH-inga og gefa eiginhandaráritanir. Ég er fullur tilhlökkunar og mun gera mitt allra besta til að opna handboltaárið fyrir FH-ingum með góðri skemmtun og skjóta handboltaárinu í Krikanum í gang,“ segir Aron Pálmarsson.


Kveđja frá Aroni PálmarssyniKćru FH-ingar, Sendi mínar bestu nýars kveđjur til allra FH-inga.Ţađ gladdi mig mikiđ...

Posted by FH Handbolti on Tuesday, January 5, 2016
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Aron mun gefa sér góđan tíma eftir leik í kvöld til ađ hitta unga FH-inga
Fara efst