Handbolti

Aron með Kolding í úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron fagnar á stórmóti.
Aron fagnar á stórmóti. vísir/daníel
KIF Kolding tryggði sér sæti í úrslitaleik dönsku deildarinnar í handbolta þrátt fyrir tap gegn Álaborg í síðari undanúrslitaviðureign liðanna, 28-25.

Fyrri leik liðanna lauk með sex marka sigri Kolding í Álaborg 27-21 og því fer Kolding áfram á samanlögðum úrslitum.

Gestirnir frá Álaborg byrjuðu af miklum krafti og komust í 1-4. Hægt og rólega komust Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Kolding inn í leikinn. Þeir leiddu í hálfleik, 15-13.

Kolding leiddi svo 20-18 þegar tuttugu mínútur voru eftir, en þá komu fjögur mörk í röð frá Álaborg og þeir komnir 20-22 yfir.

Þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir komust Álaborg fjórum mörkum yfir 28-24 og spennan var óbærileg undir lokin.

Lokatölur urðu svo þriggja marka sigur Álaborgar 28-25 og því KIF á leiðinni í úrslitaleikinn.

Lukas Karlsson var markahæstur hjá Kolding með sjö mörk, en Emil Berggren skoraði sjö fyrir Álaborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×