Handbolti

Aron losnar ekki fyrr frá Kiel

Guðjón Guðmundsson skrifar
Aron Pálmarsson
Aron Pálmarsson Vísir/Getty
Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik mun mæta til æfinga hjá Kiel um miðjan júlímánuð en samkvæmt heimildum íþróttadeildarinnar þykir afar ólíklegt að Kiel muni samþykkja tilboð Veszprém í Ungverjalandi í sumar.

Ungverska liðið mun hafa verið í samningaviðræðum við forráðamenn Kiel en félögunum greinir á um kaupverð. Kiel mun ekki láta Aron frá sér þar sem hann á eitt ár eftir af samningi við félagið nema því aðeins að ungverska félagið sé tilbúið að greiða uppsett verð.

Kiel hefur fengið liðsauka á síðustu vikum en liðið samdi við Joan Cañellas, landsliðsmann Spánar og Steffen Weinhold sem leikið hefur með Flensburg. Með Aron Pálmarsson innanborðs er ljóst að lið Kielar verður eitt best mannaða lið Evrópu á næstu leiktíð en sem kunnugt er hefur liðið einnig samið við besta handboltamann heims, Domagoj Duvnjak.

Það virðist því liggja fyrir að Aron leiki með Kiel á næstu leiktíð nema því aðeins að félögin nái samkomulagi í sumar sem þykir sem stendur ólíklegt þar sem mikið ber í milli hjá félögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×