Handbolti

Aron í áfalli: Mér er alveg sama um þessi verðlaun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Pálmarsson var bestur um helgina en vann ekki Meistaradeildina.
Aron Pálmarsson var bestur um helgina en vann ekki Meistaradeildina. vísir/epa
Aron Pálmarsson var kjörinn besti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildarinnar í handbolta í gær í annað sinn á ferlinum en hann hlaut nafnbótina einnig fyrir tveimur árum sem leikmaður Kiel.

Því miður fyrir Aron fékk hann þessa flottu viðurkenningu aftur eftir tap í úrslitaleik; fyrst með Kiel gegn Flensburg 2014 og svo eftir ævintýralegt tap Veszprém gegn pólska liðinu Kielce í gærkvöldi.

Sjá einnig:Logi Geirs sýndi engin svipbrigði þegar Lijewski jafnaði | Myndband

Veszprém var níu mörkum yfir, 28-19, þegar fimmtán mínútur voru eftir en Kielce skoraði tíu mörk gegn einu á síðasta korterinu, kom leiknum í framlengingu og vann svo í vítakeppni.

„Mér er alveg sama um þessi verðlaun á þessari stundu,“ sagði sársvekktur Aron við heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins eftir leikinn í Köln í gærkvöldi.

„Þetta er bara of sorglegt. Kannski þegar ferlinum lýkur horfi ég til baka og verð stoltur af þessu. En á þessari stundu er ég bara holur að innan og sorgmæddur því ég er enn í áfalli. Ég er svo reiður og dapur.“

„Ég trúi ekki að þetta hafi gerst. Við vorum búnir að vinna þennan leik og allir vissu það. En síðan... ég get ekki lýst því hvernig mér líður,“ sagði Aron Pálmarsson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×