Handbolti

Aron fær nálastungur vegna heilahristingsins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron fékk högg gegn Tékkum og var ekki með gegn Egyptum.
Aron fékk högg gegn Tékkum og var ekki með gegn Egyptum. vísir/eva björk
Það er ekki útilokað að Aron Pálmarsson verði með íslenska landsliðinu þegar það mætir Danmörku á morgun í 16 liða úrslitum HM 2015 í handbolta.

Eins og kom fram á Vísi í morgun leið Aroni betur í gær og mun hann taka meira á því á æfingu liðsins í dag. Endanleg ákvörðun um hvort hann spili gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans verður þó ekki tekin fyrr en á morgun.

Sjá einnig:Guðjón Valur markahæstur í íslenska liðinu eftir riðlakeppnina | Vignir oftast út af

Aron var tekinn af velli gegn Tékkum og sneri ekki aftur.vísir/eva björk
Allt er reynt til að koma stórskyttunni í gang, en Aron birti mynd af sér á Instagram í dag þar sem hann er með andlitið fullt af nálum.

„Takk Elli,“ skrifar Aron við myndina og beinir þökkum sínum að öllum líkindum að Elís Þór Rafnssyni, sjúkraþjálfara íslenska liðsins. Aron bætir svo við kassmerkjunum #heilahristingur og #nálar.

Aron spilaði tæpan fjóran og hálfan leik fyrir Ísland í riðlakeppninni. Hann skoraði 17 mörk og gaf 20 stoðsendingar. Hann er í 4.-5. sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn mótsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×