Fótbolti

Aron Elís komst á blað í mikilvægum sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Elís er lykilmaður U-21 árs landsliði Íslands.
Aron Elís er lykilmaður U-21 árs landsliði Íslands. mynd/ksí/hilmar þór
Aron Elís Þrándarson var á skotskónum þegar Aalesund vann öruggan 1-4 sigur á Start á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Sigurinn er ákaflega mikilvægur fyrir Aalesund í botnbaráttunni. Aron Elís og félagar eru þó enn í fallsæti en aðeins á markatölu.

Aron Elís og Adam Örn Arnarson voru báðir í byrjunarliði Aalesund og léku allan leikinn. Daníel Leó Grétarsson sat allan tímann á varamannabekknum.

Start var 1-0 yfir í hálfleik en Björn Helge Riise jafnaði metin fyrir Aalesund eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik. Á 74. mínútu var svo komið að Aroni Elís sem skoraði sitt annað mark á tímabilinu.

Sondre Fet kom Aalesund í 1-3 á 76. mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok gulltryggði Franck Boli sigur gestanna þegar hann skoraði fjórða markið.

Guðmundur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Aalesund sem er rótfast við botn deildarinnar og á leið niður um deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×